Andlitslyfting
Þegar árin færast yfir okkur mannfólkið þá fer ýmislegt að hanga, m.a. húðin í andliti og á hálsi sem fer að mynda fellingar/hrukkur. Stundum gerist þetta fyrr hjá sumum m.a. vegna erfða.
Andlitslyfting hentar ekki öllum jafn vel, þess vegna er nauðsynlegt að koma til lýtalæknis í skoðun og rabba um m.a. væntingar til aðgerðarinnar.
Aðgerðin fer ávallt fram í svæfingu og tekur 3-4 klst. Æskilegt er að gista eina nótt á sjúklingahótelinu á klíníkinni.
Skurðurinn (sjá mynd) byrjar fyrir ofan eyrað, eða við efri pól þess, og liggur í fellingunni rétt framan við eyrað og síðan niður fyrir og í boga aftur fyrir eyrað. Það viðurkennist að aðgerðin er nokkuð vandasöm m.a. vegna þess að mikilvægar taugar og æðar liggja á þessum slóðum. Eins og gefur að skilja er aukahúð fjarlægð og síðan er oftast ástæða til þess að strekkja á vöðvalaginu sem liggur undir húðinni. Með þessu móti næst hámarks árangur aðgerðar.
Í flestum tilvikum er ekki nauðsynlegt að setja sogdren. Sjúklingar fara oftast heim samdægurs. Mjög misjafnt er hversu miklir verkir eru í kjölfar aðgerðar en sjúklingar fá lyfseðil upp á sterkar verkjatöflur. Flestir eru verkjalausir eftir 2-3 daga.
Reykingar og reyndar allt nikótín er bannað 4 vikum fyrir og eftir aðgerð.
Helstu fylgikvillar
Blæðing (3-7 %) - kemur nánast alltaf innan fárra klst. frá aðgerðinni, sýking (1 %), doði í andliti-algengt, en gengur nánast alltaf tilbaka. Áberandi öramyndun - er mjög háð erfðum og að lokum nefni ég taugaskaði á hreyfitaug andlitsins (N. Facialis) - þetta er eins og gefur að skilja mjög alvarlegur fylgikvilli sem veldur oftast varanlegri örkuml. Þetta er afar sjaldgæfur fylgikvilli (langt undir 1 %).
Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.
Einnig er hægt að nálgast „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni.
"}}]}]},{"name":"","type":"row","props":{"fixed_width":"large","breakpoint":"m","layout":"1-1","margin":"medium"},"children":[{"name":"","type":"column"}]}]}]} -->