Viðgerð á örum

Ör eftir fyrri aðgerðir geta af ýmsum ástæðum orðið áberandi og ljót. Helstu ástæður eru eftir algengi; staðsetning á líkamanum, erfðir, eðli aðgerðar sem var gerð, afleiðingar fylgikvilla eins og sýkingar og ef skurður hefur rifnað upp og síðustu vil ég nefna óvandvirkni skurðlæknis. Í dag eru langflestir skurðlæknar meðvitaðir um að útlit öra í húðinni sem þeir skilja eftir sig er gríðarlega mikilvægt. Það er einu sinni svo, að sitt sýnist hverjum, hvað flokkast undir ljót ör. Þess vegna er mikilvægt að koma í viðtal og fá upplýsingar um það hvort lýtalæknirinn geti uppfyllt væntingar sjúklings hvað varðar árangur. Ekki er alltaf hægt að laga ör, eða tryggja það að nýja örið verði minna sýnilegt. Þess ber að geta að ör eftir slys eða aðgerð þurfa alltaf að jafna sig í eitt ár, áður en hægt er að meta hvort aðgerð gagnist. Í völdum tilfellum getur laser reynst gagnlegur við t.d. sjúklegri öramyndun. Sterasprautur í ör geta líka gert gagn.

Dæmi um ör þar sem skurðaðgerð getur gagnast er t.d. ör með samgróningum eftir botnlangatöku, endurtekna keisara, stærri aðgerðir sem voru framkvæmdar á barnsaldri og aðrar bráðaaðgerðir.
Þess ber að geta að allt nikótín er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.

Aðgerðin getur verið allt frá minniháttar aðgerð í staðdeyfingu, til stærri aðgerð í svæfingu og lengd aðgerðar frá 30 min til 2 klst. Oftast duga miðlungs sterkar verkjatöflur.


Fylgikvillar

Blæðing(1-2 %), sýking(1-2 %) og doði á aðgerðarsvæði sem er algengur fylgikvillar til að byrja með. Doðinn gengur í flestum tilvikum tilbaka með tímanum. 

Til að tryggja sem bestan árangur eru til ýmis ráð eins og að nota sérstakt teip á örið í nokkra mánuði, smyrja með e-vítamín olíu, nota sérstakan silikon plástur o.fl.

Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.
Einnig er hægt að nálgast „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni.


Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf