Brjóstastækkun

Brjóstastækkun með sílikon púðum er ein algengasta aðgerð sem framkvæmd er af lýtalæknum. Aðgerðin er afar áhrifarík þ.e.a.s. árangurinn sést strax og ánægja sjúklinga er mjög mikil eða um a.m.k. 95 %.

Árangur eftir brjóstastækkun hefur að öllum líkindum batnað nokkuð s.l. áratugi. Því ber að þakka að brjóstapúðarnir eru orðnir betri, og ekki síst vegna þess að lýtalæknar hafa áttað sig betur á hvað skiptir máli til að ná fram sem bestum árangri.

Brjóstastækkun getur hjálpað til við eftirfarandi vandamál:
• Stækkað brjóst sem eru fyrst og fremst lítil
• Breytt lögun brjóstanna upp að ákveðnu marki
• Gert misþroska brjóst líkari hvort öðru – krefst stundum fleiri aðgerða

Lýtalæknirinn leiðir þig í gegnum ferlið þegar þú kemur í viðtalið. Það er mikilvægt að konur átti sig á því að suma hluti er ekki hægt að laga að öllu leyti með eingöngu brjóstastækkun, t.d. ef breitt bil er milli brjósta frá náttúrunnar hendi. Það er góð þumalfingursregla að gera ráð fyrir að „nýju“ brjóstin líkjast nokkuð “gömlu“ brjóstunum.

Brjóstastækkun er hægt að framkvæma á nokkra vegu.
Hægt er að staðsetja brjóstapúðana undir brjóstvöðvann eða ofan á hann (sbr. myndir).
Reynslan hefur sýnt að best er að staðsetja púðana undir vöðvann af ýmsum ástæðum. Í einstaka tilfellum getur verið ástæða til að velja hinn kostinn.

Einnig er hægt að staðsetja skurðinn á mismunandi stöðum, svo sem við geirvörtu bauginn, holhönd og síðast en ekki síst í fellingunni undir brjóstum. Siðastnefndi kosturinn er sá algengast, og í öllum tilfellum hjá undirrituðum. 

Hjá undirrituðum eru notaðir sílikon púðar sem heita Motiva og eru þeir mjög víða notaðir í heiminum. Aðallega tvær gerðir eru til af Motiva púðum, hringlaga og dropalaga, en hringlaga eru mest notaðir. Til eru púðar frá fleiri framleiðendum og mögulegt er að sérpanta þá ef sjúklingur óskar sérstaklega eftir því.
Hjá Motiva er lífslöng ábyrgð, þ.e.a.s. ef púðarnir leka einhvern tíma á lífsleiðinni, þá styrkja þeir sjúklinga um 1000 evrur. Það er þó háð því að umsóknin/skýrslan sem er send höfuðstöðvum, sé samþykkt af þeim.

Einnig ábyrgist Motiva verksmiðjan að ef sjúklingur lendir í því að framleiða óeðlilega mikinn örvef í kringum púðana innan tíu ára (2-5 % líkur), þá styrkir fyrirtækið sjúklinga með sömu upphæð.
Önnur leið til að stækka brjóst er að flytja fitu frá t.d. kvið til brjósta. Þessi aðferð getur hentað einhverjum konum, en þess ber að geta að ekki er hægt að stækka brjóstin mikið með þessari aðferð. Hún er einnig dýrari, flóknari og veldur því að smá kalkanir myndast í kjölfarið í brjóstum. Kalkanir geta truflað brjóstamyndatöku síðar meir í tengslum við krabbameinsleit í brjóstum. Brjóstapúðar sem staðsettir eru undir brjóstvöðvann trufla ekki brjóstamyndatöku.

Þess ber að geta að allt nikótin er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.

Hefðbundin brjóstastækkun er ávallt framkvæmd í svæfingu og tekur u.þ.b. eina klst. Sjúklingar fara heim samdægurs. Það er mikilvægt að átta sig á því að rétt eftir aðgerðina eru brjóstin bólgin og virðast því stærri en loka útkoman. Búast má við miklum verkjum í tvo til þrjá daga, en sjúklingar fá lyfseðil upp á sterkar verkjatöflur.

Blæðing (minna en 1 %), sýking (ca. 1 %), örvefsmyndun (2-3 %), doða tilfinning í húðinni (nokkuð algengt) fyrstu vikur og mánuði. Tilfinningin kemur hjá flestum tilbaka að einhverju leyti. Ekki eru til tölur sem sýna fram á hversu margir fái tilfinninguna tilbaka. Einnig vil ég nefna nokkuð sem kallað er rippling á ensku, en um er að ræða eins konar bylgjur/fellingar í húðinni, sér í lagi á utanverðum brjóstum. Þetta er engan veginn hættulegur fylgikvilli, eingöngu útlitslegur. Því grennri sem sjúklingur er og sér í lagi ef hann fær líka stóra púða, þá er meiri hætta á þessu. Það má að lokum nefna að einstaka sjúklingar fá áberandi ör eftir aðgerðina, en það getur orsakast af t.d. fylgikvillum eins og sýkingu eftir aðgerðina. Einnig skipta erfðir máli hvað varðar öramyndun.

Taugaverkir í brjóstum eða í öðru brjóstinu er ekki óalgengt eftir aðgerðina, fyrstu dagana eða vikurnar. Þetta er alveg saklaust og gerist vegna þess að minniháttar skyntaugar í brjóstum eru að gróa. Þetta fyrirbæri getur einnig átt sér stað sex til tólf mánuðum eftir aðgerðina en þá á sér stað lokastig gróanda skyntauga.

Brjóstahaldari: Eftir brjóstastækkun er ráðlagt að byrja að nota sport- brjóstahaldara (dag og nótt) eftir endurkomu hjá lækninum eftir þrjá til fimm daga. Ekki er leyfður brjóstahaldari með spöng fyrr en eftir 3 mánuði.

Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.
Hægt að nálgast „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni. Einnig sjónvarpsþáttur með Kára, brjóstastækkun og lyfting : https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/klinikin-med-kara-knuts/

Bendi einnig á upplýsingabækling um brjóstastækkun á slóð landlæknis


","maxwidth":"xxlarge","maxwidth_align":"right"}}]}]},{"name":"","type":"row","props":{"fixed_width":"large","breakpoint":"m","layout":"1-1","margin":"medium"},"children":[{"name":"","type":"column"}]}]}]} -->

Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf