Svuntuaðgerð
Svuntuaðgerð er ein algengasta aðgerð hjá lýtalæknum. Konur eru þar í miklum meirihluta, en afleiðingar fæðinga trónir þar efst á toppnum, þ.e.a.s. húðin og reyndar allur kviðveggurinn teygist út á meðgöngunni og húðin neðarlega á kviðnum verður slöpp og/eða hangandi. Auk þess slappast kviðvöðvarnir til frambúðar hjá mörgum konum. Hægt er að sauma kviðvöðvana saman og síðan fjarlægja aukahúðina með mjög góðum árangri.
Einstaklingar sem hafa grennst mikið, konur og karlar, gagnast þessi aðgerð að sjálfsögðu einnig.
Sjálf aðgerðin tekur u.þ.b. tvær klst. og er ávallt framkvæmd í svæfingu.
Sjúklingur vaknar með eitt sogdren í hvorri síðu, sem oftast eru fjarlægð daginn eftir aðgerð. Boðið er upp á að gista eina nótt á sjúklingahóteli í kjölfar aðgerðar og flestir notfæra sér það. Fyrstu einn til tvo sólahringana má búast við miklum verkjum. Sjúklingar fá lyfseðil upp á sterkar verkjatöflur og sýklalyf.
Reykingar og reyndar allt nikótín er bannað fjórum vikum fyrir og eftir aðgerð.
Helstu fylgkvillar
Blæðing (1-2 %) – en sjúklingar fá nánast allir sogdren eða slöngur sem eiga að soga upp blæðinguna jafnóðum. Sýking (1 %), - sjúklingar fá fyrirbyggjandi sýklalyf í eina viku eftir aðgerð. Doði í húð á aðgerðarsvæðinu er algengur, en kemur tilbaka að mestu leyti. Áberandi ör geta myndast - háð erfðum o.fl. og vökvamyndun (seroma) undir húð á kviðnum- sáravökvi. Vegna stærðar skurðarsársins safnast þessi sáravökvi stundum í töluverðu magni undir húðinni, með þeim afleiðingum að nauðsynlegt er að tæma vökvann með stungu.
Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.
Einnig er hægt að nálgast „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni.
Sjónvarpsþátt með Kára um svuntuaðgerð er hægt að nálgast á eftirfarandi slóð: https://hringbraut.
"}}]}]},{"name":"","type":"row","props":{"fixed_width":"large","breakpoint":"m","layout":"1-1","margin":"medium"},"children":[{"name":"","type":"column"}]}]}]} -->