Viðgerð á útstæðum eyrum

Útstæð eyru er vandamál sem getur verið misáberandi.  Stundum getur það verið svo áberandi að börnum er strítt t.d. í  skólanum. Þá er gjarnan framkvæmd aðgerð á barnsaldri (6 ára), áður en skólagangan hefst. Sú aðgerð er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Ekki er óalgengt að fullorðnir einstaklingar óski eftir viðgerð á útstæðum eyrum, en þá er um fegrunaraðgerð að ræða. Það er nauðsynlegt að átta sig á því að ekki er hægt að laga öll eyru, eins og t.d. "skeifulaga eyru". Lýtalæknir upplýsir sjúkling um raunhæfar væntingar aðgerðar.

Sjúklingar þurfa fyrir aðgerðina að verða sér út um eyrnaband sem er tiltölulega breitt og þunn Þess ber að geta að allt nikótin er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.

Þess ber að geta að allt nikótin er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.

Aðgerðin er langoftast framkvæmd í svæfingu, og tekur um 1-1.5 klst. Sjálf aðgerðin er gerð aftan við eyrun og þar af leiðandi er örið lítt sýnilegt. Fjarlægður er húðfleigur og oftast hluti af brjóski.

Sjúklingar fara heim samdægurs. Fyrstu tvær vikurnar þurfa sjúklingar að nota eyrnaband dag og nótt í tvær vikur, en þá eru saumar fjarlægðir. Næstu tvær vikur þarf viðkomandi að nota eyrnabandið að nóttu til. Nokkrir verkir eru fyrstu dagana og því fær sjúklingur með sér heim verkjatöflur (eða lyfseðil), sem og fyrirbyggjandi sýklalyf næstu 2 vikur.

Helstu fylgikvillar

Blæðing (1 %), sýking (1 %), doði í eyrum - gengur langoftast tilbaka.

Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.

Einnig er hægt að nálgast  „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni.

Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf