blog-01.jpg

Ágæti lesandi velkominn á heimasíðu mína. Ég hef reynt að hafa síðuna eins einfalda og aðgengilega sem auðið er. Ég vil byrja á því að kynna mig stuttlega. Ég er nýfluttur til Íslands frá Kaupmannahöfn, þar sem ég hef unnið á prívat klíník til margra ára. Ég hef öðlast mikla reynslu í fegrunaraðgerðum, en þó allra mest aðgerðir á brjóstum s.s. stækkanir og lyftingar. Ég vil benda á flipann "um mig" ef óskað er eftir ítarlegri upplýsingum um minn feril.

Af hverju fegruna eða lýtaaðgerðir

Þegar talað er um fegrunaraðgerðir er átt við aðgerðir sem lúta að því að laga eitthvað í útliti einstaklings sem íþyngir viðkomandi. Það getur verið allt frá minniháttar hrukkum til stærri vandamála s.s. síginn brjóst eða svuntumagi. Í mínum huga eru lýtaaðgerðir aftur á móti aðeins víðtækara hugtak sem tekur einnig til meðfæddra lýta og alverlegra lýta eftir slys t.d. vegna brunasára. Ef einstaklingur er með "vandamál" þ.e. eitthvað sem hann er ósáttur við og íþyngir honum, þá er fyrsta skrefið að fara inn á heimasíðuna og kynna sér aðgerðina sem einstaklinger telur sig þurfa. Ekki er endlilega nauðsynlegt að vera undirbúinn fyrir viðtalið. Í viðtalinu mun ég mun fara í gegnum allt ferlið sem við kemur aðgerðinni og ekki minnst upplýsa einstaklinga um raunhæfar væntingar. Engar kvaðir eru þó þú rabbir við lýtalækninn. Ég framkvæmi nánast allar aðgerðir sem tilheyra fegrunar-og lýtalækningum, hjá konum og körlum. Fyrir utan aðgerðir, þá sprauta ég með Botox og fylliefni frá viðurkenndum framleiðendum. Upplýsingar um m.a. allar aðgerðir, auk Botox og fylliefni er hægt að finna undir viðkomandi flipum efst á síðunni.

Almennt um fegrunaraðgerðir á brjóstum

Ég má til með að skrifa nokkur orð almennt um fegrunaraðgerðir á brjóstum, vegna þess að þessar aðgerðir eru mjög algengar, geta verið vandasamar og krefjast reynslu skurðlæknis. Brjóstin er hluti af kvenímyndinni, hvort sem þau eru lítil eða stór. Eftirsótt brjóstastærð er breytileg eftir tíðarandanum og menningarsamfélögum. Alla tíð hafa þó brjóstin verið í miðpunkti þegar kvenleikinn er til umræðu. Flestar konur sem eru að velta fyrir sér brjóstaaðgerð óska eftir meiri fyllingu í brjóstin og/eða brjóstalyftingu, eftir meðgöngur eða megrun. Sumar konur óska eftir minnkun á brjóstum vegna ofvaxtar. Aðrar óska eftir að misþroski í brjóstum verði leiðréttur. Hægt er að lesa um aðgerðir á heimasíðunni og síðar að panta viðtal hjá lýtalækni til þess að ræða og meta hvaða aðgerð hentar hverri og einni.

Þess ber að geta að reykingar(og allt nikótín) eru mjög óæskilegar 4 vikum fyrir og eftir allar aðgerðir. Sér í lagi gildir þetta um brjóstaminnkun og brjóstalyftingu.

Fyrir aðgerðina (tvær vikur) er mikilvægt að forðast lyf og fæðubótarefni sem innihalda blóðþynnandi efni s.s. kóvar, asperín(magnyl), Ibufen og lýsi. Þetta gildir í raun um allar stórar og miðlungsstórar aðgerðir.

Ég mæli með að konur yfir 40 ára fari í brjóstamyndatöku fyrir fyrirhugaða brjóstaaðgerð, sér í lagi ef einhver ættarsaga er um brjóstakrabbamein.

Ef óskað er eftir video myndefni um brjóastaaðgerðir, svuntuaðgerð og augnlokaplastik er bent á sjónvarpsþætti með Kára á slóðinni: https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/klinikin-med-kara-knuts/

Sjá nánar um ofangreindar aðgerðir á heimasíðu minni.


"}}]}]},{"name":"","type":"row","props":{"fixed_width":"large","breakpoint":"m","layout":"1-1"},"children":[{"name":"","type":"column"}]}]}]} -->

Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf