Kári Knútsson, lýtalæknir

Ágæti lesandi velkominn á heimasíðu mína. Ég vil byrja á því að kynna mig með því að skrifa nokkra punkta er varða feril minn.
Ég útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands 1988.
Síðan tók við framhaldsnám í Svíþjóð í almennum skurðlækningum og síðar viðbótarnám í lýtalækningum í Bergen, Noregi. Flutti til Íslands árið 2000.
Frá 2000 starfaði ég um tíu ára skeið á Sjúkrahúsi Vesturlands á Akranesi, við lýtalækningar fyrst og fremst, en einnig almennar skurðlækningar. Ég var jafnframt með stofu í Domus medica til tíu ára. Þá hef ég einnig framkvæmt mikinn fjölda handaraðgerða. Að auki framkvæmdi ég um nokkurra ára skeið, aðgerðir á börnum með skarð í vör og góm á Landspítalanum.

Síðastliðin sjö ár hef ég starfað á einkaspítala í Kaupmannahöfn þar sem framkvæmdar voru allar gerðir fegrunaraðgerða. Sér í lagi öðlaðist ég mikla reynslu í brjóstaaðgerðum af öllum gerðum. Hef t.a.m. framkvæmt yfir 2000 aðgerðir á brjóstum á síðustu sjö árum. Ég flutti til Íslands á haustmánuðum 2017.

Hef hafið störf á Klíníkin Ármúla, Ármúla 9. Mun ég þar framkvæma fyrst og fremst lýta- og fegrunaraðgerðir.

Ég vil koma á framfæri að ég framkvæmi ekki aðgerðir í gegnum Sjúkratryggingar Íslands, enn sem komið er.

Hafa samband

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000.
Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang mitt This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf