Brjóstaminnkun

Margar konur með stór brjóst eru með líkamleg einkenni (svo sem krónísk vöðvabólga í öxlum, exem undir brjóstum). Þær hafa kost á því að velja að fá aðgerðina sér að kostnaðarlausu inn á ríkisreknu sjúkrahúsi eða velja sér sinn lýtalækni sem starfar sjálfstætt. Til að hægt sé að framkvæma aðgerðina hjá því opinbera, er nauðsynlegt að brjóstin séu af ákveðinni stærð. Það getur verið margra ára bið eftir aðgerð hjá því opinbera. Það er því sjúklingum í lófa lagið að velja að fá aðgerðina „prívat“ og losna á þann hátt við að bíða lengi. Eins og gefur að skilja þurfa sjúklingar þá að greiða fyrir aðgerðina eins og fegrunaraðgerð. Ef konur eru með mjög stór brjóst (gigantomastia), þá er alltaf nauðsynlegt að framkvæma aðgerð á sjúkrahúsi.
Afleiðingar brjóstaminnkunar eru ör í lögun eins og akkeri, nákvæmlega eins og eftir brjóstalyftingu.

Þess ber að geta að allt nikótin er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.

Aðgerðin fer ávallt fram í svæfingu og tekur um þrjár klst. Sjúklingar fara heim samdægurs. Búast má við miklum verkjum í einn til tvo daga, en sjúklingar fá lyfseðil upp á sterkar verkjatöflur og sýklalyf. 

Brjóstahaldari: Eftir brjóstaminnkun er ráðlagt að byrja að nota sport brjóstahaldara (dag og nótt) eftir endurkomu hjá lækninum, viku eftir aðgerðina. Ekki er mælt með brjóstahaldari með spöng fyrr en eftir 3 mánuði.

Helstu fylgikvillar

Blæðing (minna en 1 %), sýking (1 %)- en þess bera að geta að þessir sjúklingar fá fyrirbyggjandi sýklalyf í eina viku eftir aðgerðina. Áberandi ör-er mjög háð erfðum, doðatilfinning á brjóstinu – gengur oftast tilbaka og að síðustu er nauðsynlegt að nefna húðdrep-en um er oftast að ræða drep í sjálfum geirvörtubaugnum. Þessi fylgikvilli er einkum þekktur eftir brjóstaminnkanir. Sem betur fer er hann afar sjaldgæfur.
Taugaverkir í brjóstum eða í öðru brjóstinu er ekki óalgengt eftir aðgerðina, fyrstu dagana eða vikurnar. Þetta er alveg saklaust og gerist vegna þess að minniháttar skyntaugar í brjóstum eru að gróa. Þetta fyrirbæri getur einnig átt sér stað allt að sex til tólf mánuðum eftir aðgerðina en þá á sér stað lokastig í gróanda skyntauga.

Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.
Einnig er hægt að nálgast „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni.



Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf