Brjóstalyfting

Brjóstalyfting er aðgerð sem lýtalæknar hafa framkvæmt í vel yfir 50 ár. Þessi aðgerð hefur þróast töluvert og verið endurbætt í gegnum tíðina. Eftir barneignir, eftir megrun og ekki síst með aldrinum (sjá mynd að neðan), gefur húðin eftir og brjóstin síga og missa fyllinguna. Einnig má segja að meðfæddir þættir skipta líka máli.

Þegar talað er um hefðbundna brjóstalyftingu er lang oftast átt við stóra brjóstalyftingu, en afleiðing hennar er ör í laginu eins og akkeri. Einnig er til minniháttar lyfting þar sem eingöngu er skorið í kringum geirvörtuna og er afleiðingin ör í kringum geirvörtubaug.
Ég vil í þessu sambandi benda á að mjög mikilvægt er að tala um væntingar í tengslum við brjóstalyftingu. Hvernig sjúklingar eru frá náttúrunnar hendi, hefur mikla þýðingu. Þetta á kannski helst við um hversu langt er frá hálsi niður að fellingunni undir brjóstum. Með öðrum orðum má segja að það er eingöngu hægt að lyfta brjóstunum ákveðið mikið.

Einnig geta brjóst verið mjög misstór eða misþroska, þar sem annað brjóstið hangir töluvert meira en hitt. Það krefst stundum fleiri aðgerða til að ná ásættanlegum árangri.
Brjóstastækkun er hægt að framkvæma um leið og lyftingu, en er aðeins áhættumeiri aðgerð. Ekki er hægt að gera hvort tveggja í sömu aðgerð hjá öllum einstaklingum. Þess vegna er viðtal nauðsynlegt til að meta hvað er gerlegt í einni og sömu aðgerðinni.
Þess ber að geta að allt nikótin er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.
Brjóstalyfting er alltaf gerð í svæfingu, en hún tekur u.þ.b. 2 ½ klst og 3 ½ klst með brjóstastækkun. Minniháttar brjóstalyfting tekur um 1 ½ klst. Sjúklingar fara heim samdægurs. Búast má við miðlungs til miklum verkjum í einn til tvo daga, en sjúklingar fá lyfseðil upp á sterkar verkjatöflur og sýklalyf.
Brjóstahaldari: Eftir brjóstlyftingu er ráðlagt að byrja að nota sport brjóstahaldara (dag og nótt) eftir endurkomu hjá lækninum eða eftir um eina viku. Ekki er mælt með brjóstahaldari með spöng fyrr en eftir 3 mánuði.

Helstu fylgikvillar
Blæðing (minna en 1 %), sýking (1 %)- en þess bera að geta að þessir sjúklingar fá fyrirbyggjandi sýklalyf í eina viku eftir aðgerðina, öramyndun er mjög háð erfðum, ef doðatilfinning er á brjóstinu - kemur tilfinningin oft með tímanum og að síðustu er nauðsynlegt að nefna húðdrep (skin necrosis)- en oftast er um að ræða drep í sjálfum geirvörtubaugnum. Þessi fylgikvilli er einkum samfara brjóstaminnkun. Sem betur fer er fylgikvillinn afar sjaldgæfur.
Taugaverkir í brjóstum eða í öðru brjóstinu er ekki óalgengt eftir aðgerðina, fyrstu dagana eða vikurnar. Þetta er alveg saklaust og gerist vegna þess að minniháttar skyntaugar í brjóstum eru að gróa. Þetta fyrirbæri getur einnig átt sér stað sex til tólf mánuðum eftir aðgerðina en þá á sér stað lokastig í gróanda skyntauga.

Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.
Einnig er hægt að nálgast „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni. Sjá sjónvarpsþátt með Kára : https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/klinikin-med-kara-knuts/


"}}]}]},{"name":"","type":"row","props":{"fixed_width":"large","breakpoint":"m","layout":"1-1","margin":"medium"},"children":[{"name":"","type":"column"}]}]}]} -->

Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf