Hökuígræðsla/hökustækkun

Hjá einstaklingum með litla höku er hægt að setja litla ígræðslu á hökuna til að fá betri prófíl. Aðgerðin er mjög áhrifarík og í samráð við lýtalækninn getur sjúklingur valið milli ígræðslu, með mismunandi stærð og lögun.

Aðgerðin fer fram í svæfingu og tekur um eina klst. Skurðinn er hægt að staðsetja annars vegar í munninum innan á neðri vörinni eða í fellingunni undir hökunni. Afleiðingin af síðarnefnda kostinum er auðvitað sýnilegt ör, en þess ber að geta að það er nánast falið í náttúrulegri fellingunni undir hökunni.

Það er nausynlegt að spjalla við lýtalækninn um kosti og galla beggja aðferðanna. Einnig er mikilvægt að átta sig  á því að andlitið getur virst "lengra" eftir aðgerðina, og því þarf að skoða allt andlitið út frá heildar samhengi.

Þess ber að geta að allt nikótín er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.

Sjúklingur fer heim samdægurs, með verkjatöflur (eða lyfseðill) og upplýsingar um hvernig hann eigi að haga sér fyrstu dagana. Mjög misjafnt er hversu mikla verkir eru í kjölfar aðgerðar. Fyrirbyggjandi sýklalyf er gefið í eina viku.  Eftirlit er eftir þrjá til fjóra daga og aftur um tíu dögum eftir aðgerð. Árangur aðgerðar er svo metinn þremur til sex mánuðum eftir hana.

Helstu fylgikvillar 

Blæðing( 1 %), sýking (1 %), doði í húð – er algengur og gengur nánast alltaf tilbaka. Þess ber að lokum að nefna að ígræðslan getur einstaka sinnum færst til eftir aðgerðina, þannig að hún liggur skakkt. Ef þetta gerist er það lagað án kostnaðar fyrir sjúkling.

Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.

Einnig er hægt að nálgast  „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni.

Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf