Minnkun á innri skapabörmum

Þegar talað er um skapabarmaaðgerðir þá er lang oftast átt við innri skapabarmana.  Raunin er sú að stórir innri skapabarmar geta valdið óþægindum, sést í gegnum nærbuxur/bikiní og valda þannig einnig andlegum óþægindum. Einnig geta hæ. og vi. skapabarmar verið misstórir.

Þess ber að geta að allt nikótin er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.

Aðgerðin fer oftast fram í svæfingu og tekur allt að eina klst. Fjarlægð er umframhúð sbr. mynd.

Búast má við óþægindum fyrstu dagana, en venjulegar verkjatöflur s.s.Panodil og staðdeyfikrem hjálpar. Mælt er með daglegum sturtum/neðanþvætti með mildri sápu. Ráðlagt er að bíða með samfarir þangað til sár eru gróin, eftir ca. 2-3 vikur.

Fylgikvillar

Blæðing(2-3 %), sýking (1 %). Smávægilegur doði sem lagast oftast. Ör eru vart sýnileg þegar frá líður.

Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.
Einnig er hægt að nálgast „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni.


Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf