Sogskaf á svitakirtlum undir höndum

Sjúkleg svitamyndun undir holhöndum er ekki óalgengt vandamál. Svitakirtlarnir í holhöndum liggja rétt undir húðinni og eru í raun áfastir undirlagi húðarinnar í holhöndum. 

Þeir sem svitna mikið undir höndum, óháð hvort þeir reyna á sig líkamlega eða eru undir stressi,  þurfa e.t.v. að íhuga þessa aðgerð. Þessir einstaklingar þurfa að skipta um skyrtu mörgum sinnum á dag og iðulega að henda skyrtum/bolum sem eru lítið notaðir. Að auki getur þetta valdið andlegum óþægindum vegna svitalyktar og sýnlegra bletta undir höndum.

Þess ber að geta að Botox er einnig notað til að meðhöndla sjúklega svitamyndun í holhöndum, en áhrifin eru takmörkuð við u.þ.b. fjóra til sex  mánuði.

Í dag er aðgerðin oftast gerð með einum til tveimur minni skurðum í holhöndum og með eins konar sogrör með sérstökum hrjúfum enda sem notaður er til að skrapa svitakirtlana  burt, og um leið soga þá út.  Við aðgerðina nást aldrei allir kirtlarnir en svitamyndunin minnkar oftast um 70-80 %. Í einstaka tilfellum þarf að endurtaka aðgerðina. Áhrifin eru varanleg.

Þess ber að geta að allt nikótin er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.

Aðgerðin tekur um eina klst. og fer fram í svæfingu í flestum tilfellum. Ef sjúklingar óska af einhverjum ástæðum að gangast  ekki undir svæfingu, þá er mögulegt að gera aðgerðina í deyfingu og slævingu. Sjúklingur fer heim samdægurs.

Eftir aðgerðina eru meðal miklir verkir í 2-3 daga og ráðlegt er að fá nokkrar sterkar verkjatöflur með sér heim. Einnig er gefið fyrirbyggjandi sýklalyf í eina viku eftir aðgerð.

Endurkoma til lýtalæknis er eftir eina viku. Ráðlagt er að fara daglega í sturtu, frá þriðja degi eða þartil umbúðir hafa verið fjarlægðar.

Helstu fylgikvillar

Blæðing - sjaldgæft, lýsir sér oftast sem blóðgúll í holhöndum. Sjúklingur þarf þá að hafa samband við skurðlækninn sem fjarlægir blóðið. Sýking - mjög sjaldgæf, gefið er fyrirbyggjandi sýklalyf. Doði í húð til að byrja með, en gengur langoftast tilbaka.

Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.

Einnig er hægt að nálgast  „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunn    

Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf