Botox og fylliefni

Á Íslandi og öðrum löndum sem við berum okkar saman við hafa vinsældir Botox og fylliefna aukist mikið s.l. tíu til tuttugu ár eða svo.

Ég vil byrja á því að skilgreina nánar muninn á þessum tveimur efnum.

Botox er í raun unnið úr taugaeitri sem lamar vöðva. Efnið er þynnt gífurlega mikið og þannig fæst lausn sem hægt er að sprauta t.d. í ákveðna punkta í andlitinu þar sem algengt er að fólk spennir vöðvana.

Helstu notkunargildi eru:

1. Skorur milli augnbrúna (áhyggjuskorur) og skorur á öllu enninu.

2. Brosskorur í kringum augu

3. Aðrar óæskilegar skorur í andliti og þar með talið "tannholdsbros", þegar sést óvenju mikið í tannhold ofan við tennur í efri kjálka.

Botox er einnig notað af taugalæknum vegna krampa/spasma í stórum vöðvum. Að lokum er efnið áhrifaríkt við sjúklega svitamyndun, sér í lagi í holhöndum. Full áhrif af Botox sjást eftir 10-14 daga og endast í u.þ.b. 3 mánuði

Fylliefni eru aftur á móti unnin úr lífrænum efnum að mestu (Hyaluronic sýra, collagen).

Helstu notkunargildi eru:

1. Varastækkun

2. Djúpar skorur frá nefi niður að munni (nasolabial skoran) og skorur frá munnvikum og niður (oromental skoran)

3. Getur gagnast við „tear trough“, þ.e. dökka húð neðan við augu. Einnig fínar hrukkur ofan við efri vör.

4. Sprautað djúpt í andlit, m.a. yfir kinnbein, kjálka, gagnauga til að móta andlitið, en þá er gjarnan notað meira magn en venjulega. Minniháttar andlitslyftingu er hægt að ná með þessu móti í sumum tilfellum.

Áhrifin af fylliefni endast í 3-6 mánuði, allt eftir samsetningu þess og þykkt.

Algengustu fygikvillar eru mar, roði og pirringur í kringum stungustaði, sem hverfur á nokkrum dögum. Við notkun fylliefna getur húðin verið aðeins hnútótt til að byrja með. Sýking er einnig mjög sjaldgjæf, en er einkum þekkt eftir fylliefni. Mjög sjaldgæfur fylgikvilli er afleiðing þess þegar fylliefninu er fyrir slysni sprautað í slagæð í andliti. Varanlegur skaði getur hlotist af því. Undirritaður hefur ekki orðið vitni að slíku. Ofnæmi vegna Botox og fylliefna er afar sjaldgæft, oftast vegna þess að líkaminn hafnar efninu. Ekki hefur undirritaður upplifað slíkt.

Sjá verðlistan á heimasíðunni.


Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf