Augnlokaaðgerðir

Ein allra algengasta aðgerð sem lýtalæknar framkvæma er efri og/eða neðri augnlokaaðgerð. Það er nú einu sinni þannig að þegar við eldumst þá slappast gjarnan húð á efri augnlokum og getur að lokum valdið þyngsla-tilfinningu og jafnvel truflað sjón. Einnig koma gjarnan fram pokar fyrir neðan augun og húðin myndar fellingar/hrukkur. Þar að auki getur húðin neðan við augun dökknað ("tear trough"). Ástæðan er talin vera sú að fitan í kringum augun sígur sem veldur svo hrörnun í gæði húðarinnar. Þetta vandamál krefst sér meðferðar, sjá að neðan.

Þess ber að geta að stundum er aukahúð á efri augnlokum ekki eina skýringin á þungum augnsvip. Það getur verið fitusöfnun í einstaka tilfellum. Einnig er ekki óalgengt að ennið sígi með aldrinum, sem veldur því að bæði ennið og og augnbrúnir síga. Þá getur verið ástæða til að gera ennislyftingu sem getur verið minni eða meiriháttar aðgerð. Það er því grundvallaratriði að koma fyrst í viðtal.

Þess ber að geta að allt nikótin er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.

Efri augnlokaplastík er aðgerð sem framkvæmd er í deyfingu ásamt slævandi lyfi. Aðgerðin fer fram á læknastofunni og tekur um 45 mín. Skurðurinn er lagður í nátturulegu fellingunni á augnlokum og eingöngu húð fjarlægð ofan við hana. Í einstaka tilfellum er fjarlægð fita. Saumað er með áframhaldandi saumi, þannig að smá lykkja stendur út beggja vegna. Saumar eru fjarlægðir viku síðar. Eftir aðgerðina liggur sjúklingur oftast í u.þ.b. 1/2 klst. með kælingu á augnlokum. Ekki eru miklir verkir eftir aðgerðina, mest sviði og óþægindi í 1-2 daga. Þá nægir oftast Panodil við verkjum. Þess ber að geta að loka árangur er ekki hægt að meta fyrr en í fyrsta lagi þremur mánuðum eftir aðgerðina.

Sjónvarpsþátt með Kára er hægt að nálgast á eftirfarandi slóð  : https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/klinikin-med-kara-knuts/

Neðri augnlokaplastík er aðgerð sem æskilegt er að gera í svæfingu, þar sem hún er nokkuð flóknari en efri augnlokaplastik. Fyrir utan húð sem er fjarlægð, þá er oft fjarlægður lítill fleigur úr vöðva og einnig stundum fita. Skurðurinn er gerður um 1- 2 mm neðan við neðri brún augans(cilia kantur). Að öðru leyti gilda sömu reglur eftir aðgerðina eins og eftir efri augnlokaplastík.

Þess ber að geta að ekki er óalgengt að framkvæma þurfi efri og neðri augnlokaplastík samtímis í svæfingu.

Bæði eftir efri og neðri augnlokapalstik er mikilvægt að forðast áreynslu í u.þ.b. 2 vikur. Fyrstu dagana þarf að forðast að beigja sig fram og bogra. Gott er að sofa með hátt undir höfði fyrstu dagana. Verkir eru miðlungs eða litlir fyrstu 2-3 dagana. Sterkar verkjatöflur s.s. Parkoin Forte getur þurft strax eftir aðgerðina, en Panodil og/eða Ibuprofen dugar eftir það. Augmsyrsli með sýkladrepandi efni er stundum notað sér í lagi eftir aðgerð á neðri augnlokum.

Eins og að ofan greinir þá er stundum vandamál með dökka húð ("tear trough" = tárarenna) neðan við augun. Þetta vandamál er hægt að laga með því að nota annaðhvort fituna undir auganu og færa hana til, eða með því að flytja fitu frá t.d. kviðnum og setja undir dökku húðina. Við þetta "yngist" húðin og verður ljósari og frískari.

Helstu fylgikvillar

Mar, sýking ,ör (hverfa nánast með aldrinum)og nokkuð sem heitir ectropin, en það er þegar neðra augnlokið togast aðeins niður og veldur því að augnþurrkur getur hlotist af. Ef þetta gerist þá þarf að bíða a.m.k. í nokkrar vikur, því vandamálið lagast oft með tímanum. Mar er nokkuð algengt en þess ber að geta að mjög einstaklingsbundið er hversu mikið mar sjúklingar fá. Sýking og ectropion eru afar fátíðir fylgikvillar.

Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.
Einnig er hægt að nálgast „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni.


"}}]}]},{"name":"","type":"row","props":{"fixed_width":"large","breakpoint":"m","layout":"1-1","margin":"medium"},"children":[{"name":"","type":"column"}]}]}]} -->

Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf