Brjóstaaðgerðir hjá körlum

Algengasta brjóstaaðgerð hjá körlum er vegna myndunar á brjóstum (kirtilvef) eða fitusöfnunar. Svo kölluð Gynecomastia er myndun lítilla brjósta hjá körlum, sem byrjar oftast við kynþroska. Hjá flestum hverfur brjóstvefurinn án meðferðar, en í einstaka tilfellum hverfa þau ekki. Notkun s.k. Anabolstera veldur einnig stækkun brjósta. Offita getur líka valdið fitusöfnun í brjóstum. 

Þess ber að geta að allt nikótin er bannað 4 viku fyrir og eftir aðgðerð.

Aðgerðin tekur um 1 1/2 klst og krefst svæfingar. Skurðurinn er staðsettur við neðri brún brjóstvörtubauga og allur kirtilvefur og/eða fita er fjarlægð. Ef um eingöngu fitu er að ræða þá er framkvæmt hefðbundið fitusog.

Sjúklingar fara heim samdægurs, þegar þeir hafa jafnað sig eftir svæfinguna. Þess ber að geta að þeir þurfa að verða sér út um vesti fyrir aðgerðina, sem er tiltölulega strekkt. Vestið þarf að hafa við höndina þegar viðkomandi kemur í aðgerðina, því að það er sett á sjúklinginn á skurðarborðinu. Nauðynlegt er að klæðast vestinu meira og minna í tvær vikur.

Búast má við miðlungs til miklum verkjum í einn til tvo daga, en sjúklingar fá lyfseðil upp á sterkar verkjatöflur.


Það er nauðsynlegt að karlar átti sig á því að til að byrja með virðist gerivartan svolítið innfallin, en svæðið jafnar sig á nokkrum mánuðum. Einnig er doði á svæðinu til að byrja með. 

Helstu fylgikvillar
Blæðing (1-2 %) og sýking(1-2 %) og doði í húð-sem lagast oft með tímanum.
Varðandi undirbúning fyrir aðgerð, sjá sérstakt upplýsingarblað „Upplýsingar fyrir aðgerð“ á heimasíðunni.
Einnig er hægt að nálgast „upplýsingar eftir aðgerð“ á heimasíðunni.


Kári Knútsson | Lýtalæknir

Sími fyrir tímapantanir er 519 7000

Fyrirspurnir eða tímapantanir er einnig hægt að senda á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Vefhönnun: Vefheimar ehf